Blöndur

Kostir Optimal blandna

Strax eftir veiðar byrja ýmsar breytingar á yfirborði og í holdi allra sjávardýra sem hafa áhrif á gæði vörunnar. Þessar breytingar gerast vegna efnahvarfa, þránunar og gerlavaxtar.

Með því að meðhöndla sjávarafurðir með Optimal blöndum er möguleiki að hægja á þessum breytingum og ná betri gæðum.

Auk þessa hefur vatnsbindieiginleiki fiskholds afgerandi þýðingu fyrir verðmæti og gæði afurða.

Optimal blöndurnar hafa jafnframt þann eiginleika að styrkja náttúrulega vatnsbindingu í holdi sjávarfangs. Þannig má halda vatnsleysanlegum próteinum, steinefnum og vítamínum í
afurðinni, sem annars myndu tapast.

 

 

Í fiskiðnaði hafa sérstakar blöndur margs konar hlutverk og meðal mikilvægustu kosta meðhöndlunar með þeim er meðal annars:

Hver einstök Optimal blanda þarf að uppfylla fjölmörg skilyrði til að svara þeim kröfum sem kaupendur og neytendur gera. Hér eru þau helstu:

• Að draga úr vökvatapi í vinnsluferlinu og við uppþýðingu
og koma þannig í veg fyrir að vatnsleysanleg prótein,
steinefni og vítamín renni úr afurðinni.
• Að draga úr suðutapi
• Að varðveita bragð og þéttleika
• Að koma í veg fyrir þránun og bæta útlit og blæ afurðanna
• Að lengja geymsluþol afurðanna

Helsta orsök þess að litur tapast og bragð versnar við geymslu er þránun. Þegar hvítur fiskur gulnar er það að mestu leyti vegna þránunar á fitu. Til að fita þráni þarf tvennt, súrefni og hvata. Hvatarnir eru oft málmar eins og járn eða kopar.

Í Optimal blöndum eru efni sem einangra hvatana og þannig er dregið úr þránunarferlinu.

Það er ekkert aukabragð af sjávarafurðum sem meðhöndluð eru með Optimal blöndum og þær tryggja betri bragðgæði og betra útlit.