Við framleiðum fjölbreytt úrval blandna fyrir fisk sem eru sérsniðnar til að skila hámarksárangri í gæðum og nýtingu fyrir algengustu fiskafurðir og mismunandi verkunaraðferðir, auk þess
að uppfylla lög og reglugerðir um notkun íblöndunarefna á hinum ýmsu mörkuðum. Hér eru helstu fiskblöndurnar sem við bjóðum, með og án fosfata:
Einstakar blöndur í töflunni hér til vinstri eru sérhannaðar til vinnslu á tilteknum fiskafurðum s.s. ferskum-, frystum-, reyktum-, léttsöltuðum- og söltuðum afurðum.
Blöndurnar eru auðveldar í notkun (blandast auðveldlega í pækil).
Þær skila hærri pökkunarnýtingu og auknum gæðum í endanlegum afurðum, sem kemur fram í betra útliti afurðanna, minna losi, auknu geymsluþoli, minna vatnstapi (drippi) og betri suðunýtingu.
Aukin verðmæti á marningi eftir hvítun
Ef þú vilt hvíta marninginn, og auka þannig verðmæti hans, þá höfum við lausn á því.
Optimal 380 - “án fosfata”
Optimal 380 blandan er hönnuð til að hvíta marning og surimi. Henni fylgir ekkert aukabragð og hún hefur engin áhrif á bitgæði.