Fyrirtækið

Vörugæði, stöðugleiki, orðspor og samkeppnishæfni í verðum hefur orðið til þess að fyrirtækið okkar hefur vaxið á hverju ári frá stofnun þess árið 2001.

Optimal var stofnað 2001 og sérhæfir sig í þróun, framleiðslu og sölu blandna úr íblöndunarefnum fyrir sjávarafurðir.

Við erum með tilraunastofur og verksmiðjur á Íslandi og í Kanada og flestar blöndur okkar eru byggðar á eigin rannsóknum.

Við þróun nýrra blandna notum við vélbúnað sem gerir okkur kleift að líkja eftir framleiðslu í fullum skala á ýmsum sjávarafurðum og meta áhrif á nýtingu, gæði og afköst svo dæmi sé tekið.

Markmið okkar á hverjum tíma er að geta boðið blöndur sem hámarka virkni og gæði á eins lágu verði og kostur er fyrir viðskiptavini okkar.

Við höfum starfsfólk sem hefur langa reynslu af framleiðslustjórnun fyrirtækja í sjávarútvegi, sem nýtist vel þegar kemur að því að þróa nýjar vörur fyrir framleiðslu sjávarafurða.

Við bjóðum þig velkominn í vaxandi hóp ánægra viskiptavina okkar.