Optimal leggur mikla áherslu á rannsóknir og þróunarstarf og það er stöðugt í gangi vinna við að framleiða betri og hagkvæmari blöndur.
Í Optimal er til staðar þekking og reynsla til að framkvæma tilraunir og stuðst er við áreiðanlegustu tölfræðiaðferðir sem í boði eru. Tölfræðiforrit eru notuð við uppsetningu tilrauna og “multivariation analysis“ notað til að framleiða blöndur, sem gefa bestan árangur með tilliti til nýtingar, gæða, afkasta og kostnaðar.