Sérsniðnar blöndur

Munur á vatnsgæðum - þörf fyrir sérsniðnar blöndur.

Mikið af ferskvatni jarðar er grunnvatn. Þegar það ferðast í gegnum jarðveg tekur það upp efni eins og kalsíum, magnesíum, járn, blý og önnur steinefni og málma. Þegar talað er um hörku vatns er verið að vísa til magns af kalsíum og magnesíum jónum í vatninu.

Eitt af því sem Optimal blöndur gera er að mýkja vatnið, þ.e. að fella út kalsíum og magnesíum jónir.

Þar sem vatnsgæði eru mismunandi frá einu svæði til annars getur verið nauðsynlegt að sérsníða blöndur fyrir hvert svæði. Við það er notast við nýjustu tækni í uppsetningu tilrauna og "Multivariation analysis" notað til að hámarka virkni blandna með tilliti til nýtingar, gæða, afkasta og kostnaðar.